Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:00 Menningarnótt lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira