Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 11:12 Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum. Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum.
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31
Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52