Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júní 2019 22:00 Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“ Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“
Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30