Gróðurskemmdir eftir mótorhjólamenn í Bolungarvík Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 12:35 Pálmi Gestsson segir ekki gaman að skamma sveitunga sína en svona sé þetta nú samt. Pálmi segir myndirnar sem hann birtir ekki fanga skemmdirnar til fulls, ástandið sé talsvert verra en þær sýna. Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp. Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Pálmi Gestsson leikari og Bolvíkingur birtir myndir úr sinni sveit sem hann tók af gróðurskemmdum sem mótorhjólamenn hafa unnið á viðkvæmum gróðri með róti sínu og ferðum utan vega. „Bolvíkingar!“ segir Pálmi í færslu sinni. Og bendir á að hann hafi ekki fundið neinn vettvang annan til að vekja athygli á þessu en sinni eigin Facebooksíðu. Og bendir í framhjáhlaupi á að vert væri að koma upp sérstakri síðu þar sem Bolvíkingar geti haldið til haga sinni innansveitarkróniku. „Þetta sá ég inná Sandi í morgun og mér finnst þetta vægast sagt dapurt að sjá. Mótorhjól búinn að rífa upp viðkvæman svörðinn á sandinum. Þegar viðkvæm gróðurþekja er rofin svona (ég tala nú ekki um á sandi) er hætta á að þetta blási allt upp. Fyrir utan framkomuna við náttúruna,“ segir Pálmi og tekur fram að ástandið sé í raun miklum mun verra en myndirnar sem hann birtir ná að fanga. Myndirnar eru teknar á svokölluðum Sandi í Bolungarvíkinni sjálfri, jaðrinum. Pálmi segir, í samtali við Vísi, fulla ástæðu til að sporna við fótum gegn átroðningi sem þessum. Hann segir þetta leiðinlegt, fyrst og fremst. „Mann langar svosem ekkert sérstaklega til að skamma sveitunga sína sem eru heilt yfir hið besta fólk. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa þessi grey enga aðstöðu til að stunda sitt sport, en það afsakar þetta náttúrlega ekki.“ Pálmi er víðförull maður og því upplagt að spyrja hvort hann reki minni til að hafa sé slíkar skemmdir víða á ferðum sínum um landið. Hann rekur ekki sérstaklega minni til þess. Nefnir þó að Helgafell Hafnfirðinga sé býsna grátt leikið eftir menn sem fara um utan vega á farartækjum sínum. Þegar hafa margir lagt orð í belg á Facebooksíðu Pálm og fordæmt verknaðinn. Bent er á að það hafi tekið langan tíma að rækta þetta svæði upp.
Bolungarvík Umhverfismál Tengdar fréttir Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Helgafellskrotið tilkynnt til lögreglu Umhverfisstofnun lýsir krotinu inn í mjúkt móbergið í Helgafelli við Hafnarfjörð sem alvarlegum náttúruspjöllum. 19. júní 2019 10:25