Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi, en þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum mánuðum sem bankinn boðar vaxtabreytingar. Tilefnið að þessu sinni er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun um 0,25 prósentustig.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka eru tilgreindar breytingar sem taka munu gildi um næstu mánaðamót. Í fyrsta lagi munu óverðtryggðir vextir húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig auk þess sem Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,25 prósentustig.
Þá munu breytilegir innlánsvextir bankans í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á verðtryggðum húsnæðislánum.
Meðfram betra vaxtastig í landinu hefur Íslandsbanki, rétt eins og aðrar lánastofnanir, lækkað vexti á hinum ýmsu lánaflokkum á undanförnum mánuðum. Ekki er nema hálfur mánuður síðan að Íslandsbanki innleiddi margvíslegar breytingar á vaxtatöflu sinni. Þá, eins og nú, var tilefnið stýrivaxtalækkun Seðlabankans, en stýrivextir voru lækkaðir um 0,5 prósentustig í lok maí.
Á vefsíðu Aurbjargar má nálgast samanburð á vaxtakjörum lánastofnana.
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka

Tengdar fréttir

Arion banki lækkar óverðtryggða íbúðalánavexti
Arion banki hefur lækkað vexti óverðtryggðra íbúðalána og er þar m.a. horft til nýlegrar lækkunar stýravaxta Seðlabanka Íslands.

Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig
Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Íslandsbanki lækkar vexti á húsnæðislánum
Íslandsbanki mun lækka fasta vexti húsnæðislána þann 15. apríl næstkomandi.