Incrementum með um eitt prósent í Símanum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 07:30 Markaðsvirði Símans er 42 milljarðar króna. Vísir/hanna Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa fjarskiptafyrirtækisins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, átti fjárfestingafélagið rúmlega 75,6 milljónir hluta í Símanum að nafnvirði, eða sem nemur 0,82 prósenta hlut. Sá hlutur skilar Incrementum hins vegar ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Símans – félagið er 24. stærsti hluthafi félagsins – en fjárfestingafélagið Stoðir, sem er með rúmlega átta prósenta hlut, er eini einkafjárfestirinn í þeim hópi. Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu og er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku en í lok síðasta mánaðar var félagið skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum. Þá er fjárfestingafélagið í hópi stærstu hluthafa Reita með 1,4 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Hluthafahópur Reita samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Samkvæmt nýjasta lista yfir alla hluthafa Símans hefur Kvika banki næstum tvöfaldað hlut sinn í fjarskiptafélaginu frá mánaðamótum og er núna skráður fyrir 3,8 prósenta hlut. Til samanburðar var eignarhlutur Kviku, en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína, um 2,1 prósent í byrjun júní. Talsverð viðskipti voru með bréf Símans síðasta fimmtudag þegar heildarveltan nam um 770 milljónum. - hae. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa fjarskiptafyrirtækisins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, átti fjárfestingafélagið rúmlega 75,6 milljónir hluta í Símanum að nafnvirði, eða sem nemur 0,82 prósenta hlut. Sá hlutur skilar Incrementum hins vegar ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Símans – félagið er 24. stærsti hluthafi félagsins – en fjárfestingafélagið Stoðir, sem er með rúmlega átta prósenta hlut, er eini einkafjárfestirinn í þeim hópi. Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu og er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku en í lok síðasta mánaðar var félagið skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum. Þá er fjárfestingafélagið í hópi stærstu hluthafa Reita með 1,4 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Hluthafahópur Reita samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Samkvæmt nýjasta lista yfir alla hluthafa Símans hefur Kvika banki næstum tvöfaldað hlut sinn í fjarskiptafélaginu frá mánaðamótum og er núna skráður fyrir 3,8 prósenta hlut. Til samanburðar var eignarhlutur Kviku, en bankinn heldur á þeim bréfum að stórum hluta fyrir viðskiptavini sína, um 2,1 prósent í byrjun júní. Talsverð viðskipti voru með bréf Símans síðasta fimmtudag þegar heildarveltan nam um 770 milljónum. - hae.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira