Henrik Dam Kristensen verður kjörinn nýr forseti danska þingsins á morgun. Þetta staðfestir Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í samtali við danska fjölmiðla í morgun.
Hinn 62 ára Kristensen er þingmaður Jafnaðarmannaflokksins og mun hann taka við starfinu af Piu Kjærsgaard, þingmanni Danska þjóðarflokksins, hefur gegnt embættinu síðastliðin fjögur ár.
Frederiksen á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við fulltrúa flokka á vinstri væng stjórnmálanna en hún vonast til að mynda eins flokks minnihlutastjórn með stuðningi þeirra. Hún segist vona að allir flokkar á danska þinginu muni greiða atkvæði með Henrid Dam Kristensen sem næsta þingforseta þegar þing kemur saman á morgun.
Kristensen hefur setið á danska þinginu á árunum 1990 til 2004 og svo frá 2007. Á árunum 2004 til 2006 sat hann á Evrópuþinginu. Hann hefur á ferli sínum gegnt embætti ráðherra atvinnumála, samgöngumála, félagsmála, matvæla, landbúnaðarmála, og sjávarútvegsmála.
Kosningar fóru fram í Danmörku 5. júní síðastliðinn þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur.
