Ný tegund hraðamyndavéla á Grindavíkurvegi Sighvatur Jónsson skrifar 30. júní 2019 20:02 Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar. Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar.
Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“