Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 16:17 Matthías starfar í tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg og vinnur þar að doktorsverkefni sínu. Jessica Cushman Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira