Segir forsætisnefnd gjörspillta Elísabet Inga Sigurðardóttir & Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:30 Þórhildur Sunna segist enn vera sömu skoðunar og finnst skrýtið að nefndin rannsaki ekki hvort Ásmundur Friðriksson hafi gerst sekur um refsivert brot. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson. Í þættinum Sprengisandi í morgun tjáði hún sig í fyrsta sinn um málið og sagði að með álitinu væri vegið að tjáningarfrelsi þingmanna. Þórhildur sagði Alþingi hafa sett niður í málinu. „Í staðin fyrir að rannsaka aksturgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar þá festa þeir sig í orðhengilshætti í mínum ummælum um að það sé tilefni til að rannsaka hvort hann hafi framið refsivert brot,“ segir Þórhildur Sunna. Í þættinum vitnaði Þórhildur í mál sem siðanefndin hefur vísað frá og vitnaði meðal annars í Klaustursmálið. „Þetta er sama forsætisnefnd og klúðraði að öllu leyti allri málsmeðferð í Klaustursmálinu en kýs að hengja sig í orðhengilshátt og gildisdóma um hvernig ég tjái mig en ekki um hvað eða hvort það sé satt eða logið og lítur fram hjá öllum rökum um tjáningarfrelsi þingmanna og mínum skyldum til að tjá mig um atburði líðandi stundar,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún segir nefndina gjörspillta og hafnar álitinu. „Ég kalla þá forsætisnefnd gjörspillta á samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema framkomu ungrar konu í stjórnarandstöðu sem móðgaði miðaldra karl,” sagði Þórhildur. Hún segir niðurstöðu siðanefndar gildisdóma á sína framsetningu og gagnrýnir nefndina fyrir að færa engin rök fyrir því hvernig hún hefði á annan hátt átt að tjá sig um málið. Þá íhugar Þórhildur hvort hún geti farið með málið lengra. „Ég á eftir að skoða hvaða leiðir ég hef til að bregðast við þessu úrskurði. Mér finnst þetta styrkja samtrygginguna enn frekar í sessi á Alþingi Íslendinga og sýna hvað þessi stofnun virðist vera algjörlega óhæf um að taka á spillingu í sínum eigin ranni,” sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52