Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 16:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, breytti í dag reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. Breytingarnar fela í sér að Útlendingastofnun er nú heimilt, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum og tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Greint er frá reglugerðinni í Stjórnartíðindum og öðlast hún þegar gildi. Bræðurnir Mahdi og Ali Sarwari, sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra þar sem þeir höfðu fengið vernd í Grikklandi, falla báðir undir þessa nýbreyttu reglugerð samkvæmt upplýsingum Vísis. Þeir eiga því rétt á efnismeðferð sinnar umsóknar. Systkinin Zainab og Amir Safari munu uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þann 10. júlí næstkomandi þegar 10 mánuðir verða liðnir frá því að þau sóttu hér um vernd ásamt móður sinni. Þau munu þá einnig eiga rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Mál barnanna fjögur hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeim átti öllum að vísa úr landi og til Grikklands á grundvelli þess að þar hafa þau fengið alþjóðlega vernd. Þá hefur Útlendingastofnun ekki tekið mál þeirra til efnismeðferðar vegna þess að þau hafa vernd í öðru landi og kærunefnd útlendingamála ekki fallist á endurupptökubeiðnir í málum þeirra. Samkvæmt lögum um útlendinga þurfa að vera liðnir meira en 12 mánuðir frá því að umsókn um alþjóðlega vernd barst fyrst íslenskum stjórnvöldum til þess að hún fái efnismeðferð ef tafir á afgreiðslu hennar eru ekki á ábyrgð umsækjanda sjálfs. Með breytingunni nú er þessi tími því styttur um tvo mánuði í tilfelli barna auk þess sem lögð er frumkvæðisskylda á stjórnvöld að taka mál til efnismeðferðar þegar þessar aðstæður eru fyrir hendi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11 Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í miðborginni Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni. 4. júlí 2019 19:11
Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. 5. júlí 2019 15:23
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16