Það var vel tekið á móti Buffon í höfuðstöðvum Juventus í dag þegar hann kom þangað til að fara í læknisskoðun og ganga frá eins árs samningi.
Gianluigi Buffon er nú 41 árs gamall og fær 1,5 milljón evra fyrir tímabilið eða 238 milljónir íslenskra króna. Hann verður varamarkvörður Wojciech Szczesny.
OFFICIAL| @gianluigibuffon is back in Bianconero!
Welcome home, Gigi!
https://t.co/He2dq1mZbn#WelcomeBackGigi#LiveAheadpic.twitter.com/zIzTOMIvM6
— JuventusFC (@juventusfcen) July 4, 2019
Buffon er samt ótrúlega nálægt leikjameti Paolo Maldini. Paolo Maldini spilaði 647 leiki í Seríu A en Buffon er með 640 leiki. Honum vantar því aðeins átta leiki til að verða leikjahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar frá upphafi.
Það er talið að þetta verði síðasta tímabil Gianluigi Buffon á ferlinum og eftir það er búist við því að hann fái starf hjá Juventus.
Buffon var í sautján ár hjá Juventus en hann kom til félagsins frá Parma árið 2001. Hann varð níu sinnum ítalskur meistari með Juve og vann alla titla nema Meistaradeildina. Buffon setti líka leikjamet hjá ítalska landsliðinu með því að spila 176 leiki.
Hér fyrir neðan má sjá þegar stuðningsmenn Juventus tóku vel á móti Gianluigi Buffon í dag.
@gianluigibuffon takes a quick selfie with the fans ahead of his medical. pic.twitter.com/d1SAwwWRaz
— JuventusFC (@juventusfcen) July 4, 2019
"You are my love" pic.twitter.com/weWxxRCLUG
— JuventusFC (@juventusfcen) July 4, 2019
Medical visit for @gianluigibuffon
https://t.co/uzlHGMKnwgpic.twitter.com/zI1BTAQ8sN
— JuventusFC (@juventusfcen) July 4, 2019