George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur sýnt því áhuga á að taka við sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að Christine Lagarde, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin átta ár, var tilnefnd sem bankastjóri Seðlabanka Evrópu og tekur að óbreyttu við af Mario Draghi í byrjun nóvember. Frá þessu er greint í Financial Times.
Osborne ritstýrir nú dagblaðinu Evening Standard. Hann er sagður vongóður um að ríkisstjórn Bretlands hjálpi honum að fá brautargengi í stöðu framkvæmdastjóra AGS eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Boris Johnsson í embætti forsætisráðherra.
Osborne vill taka við AGS
Þorbjörn Þórðarson skrifar
