Enski boltinn

Ayoze Perez verður sá dýrasti í sögu Leicester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ayoze Perez.
Ayoze Perez. Getty/Alex Dodd
Leicester City hefur samþykkt að borga Newcastle 30 milljónir punda fyrir spænska framherjann Ayoze Perez.

Ayoze Perez hefur samþykkt kaup og kjör en á eftir að hafa standast læknisskoðun.

30 milljónir punda eru 4,8 milljarðar íslenskra króna. Sky Sports segir frá.

Ayoze Perez slær þar með met Alsíringsins Islam Slimani sem hefur verið dýrasti leikmaður félagsins undanfarin ár.

Leicester keypti Islam Slimani frá Sporting í Portúgal fyrir 27,45 milljónir punda.

Ayoze Perez er annar leikmaðurinn sem Leicester kaupir en liðið hafði áður fengið James Justin frá Luton.

Ayoze Perez er 25 ára gamall en hann kom til Newcastle frá Tenerife árið 2014. Perez skoraði 48 mörk í 195 leikjum með Newcastle í öllum keppnum þar af 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×