Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 23:12 Þriðjungur þeirra barna sem í haldi eru í stöðvunum sjö sem heimsóttar voru hafa verið lengur í haldi en leyfilegt er. IG Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39