Enski boltinn

United vill fá Vidic inn í þjálfarateymi félagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vidic gæti tekið við varaliði félagsins.
Vidic gæti tekið við varaliði félagsins. vísir/getty
Fyrrum varnarjaxlinn, Nemanja Vidic, gæti verið á leiðinni aftur til Manchester United. Honum stenst nefnilega til boða að taka við varaliði félagsins.

Vidic hætti í fótbolta í janúar árið 2016 eftir eitt og hálft ár með Inter á Ítalíu. Hann fór til Inter frá United þar sem hann vann hvern titilinn á fætur öðrum.

Serbinn lék í eitt og hálft ár með núverandi stjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, og er Norðmaðurinn talinn vilja setja sinn stimpil á félagið. Því hefur nafn Vidic komið upp í umræðuna.







Sögusagnirnar um þetta koma frá serbneska blaðamanninum, Nebojsa Markovic, en hann hefur þetta eftir einum besta vin Vidic.

Vinur Vidic segir að Serbanum langi í þjálfun en sé enn ekki búinn að gera upp hug sinn hvort að Manchester eigi að vera hans fyrsti áfangastaður í þjálfun.

Varalið United hefur verið án þjálfara eftir að Ricky Sbragia hætti með liðið eftir að hafa lent í sjötta sæti ensku varaliðs úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×