Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur. Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira