Löggan á Suðurnesjum aldrei stoppað jafn ölvaðan mann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2019 11:13 Lögreglumenn höfðu aldrei séð aðra eins tölu. Vísir Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira