Enski boltinn

Arsenal í viðræðum við miðjumann Porto

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brahimi í leik með Porto.
Brahimi í leik með Porto. vísir/getty
Arsenal er í viðræðum við algeríska miðjumanninn, Yacine Brahimi, en Arsenal getur hann fengið á frjálsri sölu frá portúgalska stórliðinu, Porto.

Brahimi er 29 ára gamall og hefur ekki náð samningum á nýjan leik við Porto. Því getur hann farið á frjálsri sölu og Arsenal vill klófesta hann.







Brahimi og Arsenal hafa þó ekki náð samanen viðræður eru í gangi. Hann skoraði þrettán mörk í 49 leikjum fyrir Porto á síðustu leiktíð en Porto endaði í öðru sæti portúgölsku deildarinnar.

Þessi algeríski landsliðsmaður gekk í raðir Porto frá Granada 2014 og hefur skorað 53 mörk í 209 leikjum í Portúgal.

West Ham hefur einnig haft áhuga á Brahimi en Arsenal er talinn líklegri áfangastaður. Hann hjálpaði Porto að vinna titilinn tímabilið 2017/2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×