Kristín Eysteins blandar sér í baráttuna um Þjóðleikhússtjórastólinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 11:23 Magnús Geir Þórðarson, Kristín Eysteinsdóttir og Ari Matthíasson munu berjast um starf Þjóðleikhússtjóra. Vísir Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi. Kristín hefur gegnt stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins frá árinu 2014 en hyggst nú söðla um og setjast í stól leikhússtjóra við Hverfisgötuna. „Við höfum náð miklum listrænum og rekstrarlegum árangri á síðustu árum og nú langar mig að nýta reynslu og krafta mína til uppbyggingar og eflingar Þjóðleikhússins,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Samningurinn minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021. Þegar það er ráðið í þessa stöðu er bara eitt og hálft ár eftir af mínum samningstíma. Ég met það því svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.“ Aðspurð hvort hún meti það svo að staða Þjóðleikhússtjóra sé tignarlegri en staða Borgarleikhússtjóra segir hún leikhúsin ólík og skyldurnar sömuleiðis. „Þetta er bara köllun mín að vera leikhússtjóri og mér hefur gengið afar vel sem slíkur. Mig langar að halda áfram að láta gott af mér leiða.“Brynhildur Guðjónsdóttir vill ekki staðfesta umsókn sína.Fréttablaðið/EyþórAri, Magnús Geir og líklega BrynhildurEins og Vísir greindi fyrstur miðla frá í morgun hefur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri ákveðið að sækja um starfið. Þá hefur Ari Matthíassonar, núverandi Þjóðleikhússtjóri, einnig lýst yfir áhuga á að stýra leikhúsinu í fimm ár til viðbótar. Hefur hann lagt inn umsókn þess efnis. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona vildi ekki staðfesta umsókn sína í samtali við Vísi í morgun. Um væri að ræða þungaviktarfólk sem væri að sækja um og spennandi yrði að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinum þegar listi umsækjenda verður birtur.Ljóst er að splunkunýs Þjóðleikhúsráðs bíður ærið verkefni að velja á milli kandídata í starfið. Halldór Guðmundsson er formaður nýs Þjóðleikhúsráðs sem tók einmitt til starfa í dag. Að neðan má sjá bréf Kristínar til samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu:Kæra samstarfsfólk,Ég vona að þið séuð að njóta verðskuldaðs og langþráðs sumarfrís.Ég skrifa ykkur í dag til að upplýsa ykkur um að ég hef tekið þá ákvörðun að sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra sem er nú laus til umsóknar.Ég hef á undanförnum vikum fengið mikla hvatningu til að sækja um starfið og þar sem samningur minn sem Borgarleikhússtjóri rennur út í júlí 2021 þá met ég það sem svo að nú sé rétti tíminn til að taka þetta skref.Það verða án efa margir hæfir umsækjendur sem sækja um og ákvörðun varðandi ráðningu verður væntanlega ekki tekin fyrr en á haustmánuðum. Það breytist því ekkert, ég verð að sjálfsögðu ennþá hér og við höldum okkar striki inn í nýtt og spennandi leikár.Næsta leikár liggur fyrir, kortasalan fer vel af stað og næsti vetur verður alger negla! Ég tek þessa ákvörðun að vel hugsuðu máli,mér þykir óendanlega vænt um Borgarleikhúsið, ykkur öll og þann árangur sem við höfum náð saman á síðastliðnum árum. Ég vona að þið sýnið þessari ákvörðun minni skilning, lífið og listin þurfa að haldast á hreyfingu til að vaxa og dafna.Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur í haust.Kristín
Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Tengdar fréttir Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36 Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. 1. júlí 2019 10:36
Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið. 30. júní 2019 20:32