Enski boltinn

Fjögur mörk í fjórtán leikjum og Higuain sendur aftur til Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gonzalo Higuain er farinn aftur heim.
Gonzalo Higuain er farinn aftur heim. vísir/getty
Gonzalo Higuain verður ekki áfram í herbúðum Chelsea en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. Snýr hann því til baka til Ítalíu.

Higuain var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en hann skoraði einungis fimm mörk í fjórtan leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea á síðustu leiktíð, og Higuain þekktust vel frá tíma þeirra hjá Napoli. Þar skoraði Higuain 36 mörk tímabilið 2015/2016 en Argentínumaðurinn fann aldrei taktinn á Englandi.

Sarri hefur einnig yfirgefið Chelsea fyrir Juventus og því ákváðu forráðamenn að senda Higuain aftur til Juventus.

Þeir hefðu þurft að borga átján milljónir punda til þess að fá hann á láni á nýjan leik en verðmiðinn var 36 milljónir punda vildu þeir kaupa framherjann fyrir fullt og allt.

Chelsea setur því allt traust sitt á Oliver Giroud en enska liðið mun væntanlega ekki fá að kaupa neinn leikmann á markaðnum í sumar vegna félagsskiptabanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×