„Stærra en þegar Liverpool vann Barcelona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 10:30 Hinn 35 ára gamli Michael Wilde fagnar marki sínu fyrir Connah's Quay Nomads. Getty/Matthew Ashton KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira