Fátt bendir til að dregið hafi úr matarsóun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:00 Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Talsmaður samtaka sem vinna gegn matarsóun segir að stjórnvöld og fyrirtæki þurfi að axla meiri ábyrgð. Ekki sé nóg að benda á einstaklinga. Þrátt fyrir aukna umræðu um matarsóun bendir ekkert til þess að dregið hafi úr henni síðustu ár. Gríðarlegt magn af matvælum fer í ruslið á hverjum degi og greindi morgunblaðið frá því í dag að samkvæmt könnun sem hjúkrunarheimilið Eir gerði henda þau tæplega sextíu kílóum af mat á hverjum degi sem gera Tæplega 400 kíló á viku. „Það þarf að setja strangari reglur eins og um lífrænan úrgang. Frakkar eru að fara að setja lög um að það megi ekki urða hvorki fatnað, lífrænan úrgang og mikið talað um matvæli og hliðar afurðir úr matvælaframleiðslu og raftæki. Þetta erum við farin að sjá miklu meira af. Við verðum líka að fara að líta á þessa hluti, eins og matvæli, þetta er ekki rusl þetta er hráefni og það er alveg hægt að nýta þetta í eitthvað annað," segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016 en þá fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem leitað var til. „Vinnustaðir og stjórnvöld þurfa að sýna gott fordæmi í þessu og vera fyrirmyndirnar okkar. Það er ekki alltaf hægt að bauna að neytandanum að breyta ef stóru risarnir í kringum okkur eru ekki að gera neitt," segir hún. Í fréttablaðinu í dag kom fram að Reykvíkingar henda gríðarlega mikið af mat og drykk á hverju ári. „Ég sá tölur að Reykvíkingar, við hendum mat fyrir fjögur þúsund og fimm hundruð milljónir á ári, fjórir og hálfur milljarður. Á sama tíma er borgin að tala um að hana vanti pening. Þetta er svolítið skrítið að hann liggi bara í ruslatunnunni,“ segir hún. Umhverfismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Talsmaður samtaka sem vinna gegn matarsóun segir að stjórnvöld og fyrirtæki þurfi að axla meiri ábyrgð. Ekki sé nóg að benda á einstaklinga. Þrátt fyrir aukna umræðu um matarsóun bendir ekkert til þess að dregið hafi úr henni síðustu ár. Gríðarlegt magn af matvælum fer í ruslið á hverjum degi og greindi morgunblaðið frá því í dag að samkvæmt könnun sem hjúkrunarheimilið Eir gerði henda þau tæplega sextíu kílóum af mat á hverjum degi sem gera Tæplega 400 kíló á viku. „Það þarf að setja strangari reglur eins og um lífrænan úrgang. Frakkar eru að fara að setja lög um að það megi ekki urða hvorki fatnað, lífrænan úrgang og mikið talað um matvæli og hliðar afurðir úr matvælaframleiðslu og raftæki. Þetta erum við farin að sjá miklu meira af. Við verðum líka að fara að líta á þessa hluti, eins og matvæli, þetta er ekki rusl þetta er hráefni og það er alveg hægt að nýta þetta í eitthvað annað," segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður Vakanda, sem eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Í haust mun Umhverfisstofnun leita til um eitt þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að kanna matarsóun. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2016 en þá fengust aðeins svör frá 84 fyrirtækjum af þeim 701 sem leitað var til. „Vinnustaðir og stjórnvöld þurfa að sýna gott fordæmi í þessu og vera fyrirmyndirnar okkar. Það er ekki alltaf hægt að bauna að neytandanum að breyta ef stóru risarnir í kringum okkur eru ekki að gera neitt," segir hún. Í fréttablaðinu í dag kom fram að Reykvíkingar henda gríðarlega mikið af mat og drykk á hverju ári. „Ég sá tölur að Reykvíkingar, við hendum mat fyrir fjögur þúsund og fimm hundruð milljónir á ári, fjórir og hálfur milljarður. Á sama tíma er borgin að tala um að hana vanti pening. Þetta er svolítið skrítið að hann liggi bara í ruslatunnunni,“ segir hún.
Umhverfismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira