Segir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs ekki hagræðingaraðgerð Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 16:00 Sameiningin er fyrirhuguð frá næstu áramótum. Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun
Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira