Móðir kennir umdeildu sjónvarpsatriði um sjálfsvíg dóttur sinnar Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 11:09 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42
Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30