Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 15:04 Vísir/Samsett „Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“ Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Ef ég á að segja alveg eins og er þá langar mig ekki mikið til þess að halda áfram að tala um Birgittu. Þessi ræða er haldin fyrir atkvæðagreiðslu og var beint að fólki sem var að fara að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og fyrir mitt leyti hefur ekkert erindi út fyrir þann hóp.“ Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi um ræðu sína á fundi Pírata á mánudaginn þar sem atkvæðagreiðsla um trúnaðarráð flokksins fór fram. Á meðal þeirra sem buðu sig fram var Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda flokksins og fyrrum þingflokksformaður. Eldræða Helga Hrafn vakti mikla athygli í gær þegar myndbandsupptaka af fundinum var birt á YouTube. Þar fór Helgi Hrafn ófögrum orðum um Birgittu, sagði hana grafa undan samherjum sínum ef þeir ógnuðu henni og hóta þeim sem ekki fóru að hennar óskum.Sjá einnig: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hann segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna og hann sjái ekki eftir því. „Það þurfti að segja þetta, ég stend við hvert orð, þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera það aftur.“Hætti í flokknum og drullaði yfir hann í fjölmiðlum Helgi Hrafn segir það vera óþarfi að draga þetta mál á langinn. Atkvæðagreiðslunni sé nú lokið og Birgitta sé nú óbreyttur borgari og sé ekki að sækjast eftir neinni stöðu innan flokksins. Hann skilji það ekki betur en svo að hún ætli að fara að snúa sér að öðrum málum. Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að starfa aftur með Birgittu í framtíðinni segist hann ekki útiloka neitt. Það sé enginn tilgangur í slíkum fullyrðingum enda hafi margt gerst sem hann hefði áður útilokað. Hann virðist þó ekki sáttur við það hvernig Birgitta skildi við flokkinn á sínum tíma. „Hún kom beint inn í þetta núna eftir að það seinasta sem við vissum af henni var það að hún hefði hætt í flokknum og drullaði yfir flokkinn í fjölmiðlum. Hún kemur svo aftur og segist vera til í trúnaðarstöðu, og enga smá trúnaðarstöðu heldur trúnaðarstöðu í trúnaðarráði, án þess að eiga nokkuð uppgjör,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir það hafa verið „fráleita pælingu“ að hún sóttist eftir stöðunni í ljósi þess sem á undan hefur gengið og því hafi hann séð sig knúinn til þess að láta þessi sjónarmið heyrast. Það hafi skipt máli við þessa ákvarðanatöku og í rauninni skipti það alltaf máli við lýðræðislegar ákvarðanir. „Þegar er verið að taka lýðræðislega ákvörðun um það hver eigi að sinna einhverju hlutverki, þá er fólk að bjóða sig fram í það að aðrir sem hafa starfað með viðkomandi segi sitt álit. Hún hafði fullt vald á því að verja sig þarna.“Helgi Hrafn segir engar reglur gilda um hverjir megi vera í Pírötum. Birgitta megi alveg vera í flokknum ef hún vill.vísir/anton brinkAfdráttarlaus niðurstaða í atkvæðagreiðslu Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað. 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið, þar af voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Aðspurður hvort flokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni gagnvart Birgittu segir Helgi Hrafn að fyrir fram hafi hann verið alls óviss um hvernig atkvæðagreiðslan færi. Það hefði vel getað farið svo að skipun hennar hefði verið samþykkt. „Ég vissi það ekkert fyrir fram hvernig þetta færi. Það vissi það enginn. Ég held að allir hafi verið mjög óvissir, báðum megin við línuna.“ Á fundinum sagði Helgi Hrafn ástæðuna fyrir því að þingflokkurinn beitti sér gegn skipun hennar vera þá að það væri eini hópurinn innan flokksins sem væri í „þeirri aðstöðu að geta staðið upp í hárinu á henni“. Hann segir niðurstöðuna hins vegar mjög skýra í ljósi þess hversu stór meirihluti var andvígur skipun hennar. „Þetta er bara erfitt. Þetta er bara vont. Það er náttúrulega erfitt að sjá fyrir hvernig hlutirnir fara og alveg eðlilega, það er hluti af lýðræðinu að maður viti ekki niðurstöðuna fyrir fram.“
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00