Læstu sig inni í hjólhýsi og úðuðu svo á lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 14:35 Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins. vísir/vilhelm Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu. Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu.
Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58