Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 14:00 Mótmælandi með dánarorð Garner áletruð við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22