Mislingar greindust í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 13:36 Maðurinn sem smitaðist hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15