May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 14:31 May (t.h.) og Trump (t.v.) á G20-fundinum í Japan fyrr í sumar. Vísir/EPA Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjórar bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum eru algerlega óásættanleg að mati Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Fleiri evrópskir stjórnmálamenn hafa fordæmt ummælin sem þykja rasísk. Trump tísti um ónefndar frjálslyndar þingkonur Demókrataflokksins um helgina sem hann sagði að ættu að fara aftur til landanna sem þær kæmu frá. Ljóst er að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókratar, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. „Ef hverju fara þær ekki aftur og hjálpa til við að laga algerlega brotnu og glæpaplöguðu staðina sem þær komu frá. Síðan koma þær til baka og sýna okkur hvernig þetta er gert,“ tísti Trump sem gramdist að þingkonurnar gagnrýndu ríkisstjórn hans.Sjá einnig:Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“Fulltrúar Demókrataflokksins hafa fordæmt ummælin og kallað þau rasísk. Repúblikanar hafa aftur á móti lítt tjáð sig um ummælin. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins og vinur Trump, sagði á Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að þingkonurnar væru óamerískir kommúnistar sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8— Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, er á meðal evrópskra ráðamanna sem hafa gagnrýnt ummæli forsetans í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Skoðun forsætisráðherrans er að orðbragðið sem var notað til að vísa til þessara kvenna hafi verið algerlega óásættanlegt,“ sagði talsmaður May í dag. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, tók í sama streng á Twitter. Það væri ekki í lagi að Bandaríkjaforseti segði kjörnum fulltrúum að „fara aftur heim“. „Diplómatísk kurteisi ætti ekki að stöðva okkur í að segja það hátt og snjallt,“ tísti Sturgeon.The President of the United States telling elected politicians - or any other Americans for that matter - to 'go back' to other countries is not OK, and diplomatic politeness should not stop us saying so, loudly and clearly. https://t.co/HorD7wQOvP— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) July 15, 2019 „Rasismi Trump er ógeðfelldur. Hver sé evrópski stjórnmálamaður sem fordæmir þetta ekki þarf að svara spurningum og ætti að skammast sín,“ sagði Guy Verhofstadt, belgíski Evrópuþingmaðurinn. Trump hélt árásum sínum á þingkonurnar áfram á Twitter í morgun. Þar krafði hann þær um afsökunarbeiðni og kallaði þær rasista.If Democrats want to unite around the foul language & racist hatred spewed from the mouths and actions of these very unpopular & unrepresentative Congresswomen, it will be interesting to see how it plays out. I can tell you that they have made Israel feel abandoned by the U.S. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent