Hamilton vann sögulegan sigur á Silverstone Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2019 14:45 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins í Formúlu 1. vísir/getty Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Bretland England Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019
Bretland England Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira