Að taka erfiðar ákvarðanir án þess að selja sál sína Kristín Völundardóttir skrifar 12. júlí 2019 10:45 Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur það hlutverk, ásamt fleiri stjórnvöldum, að veita þeim einstaklingum vernd sem á henni þurfa að halda en að sama skapi að synja þeim sem ekki þurfa á henni að halda. Í þeim tilgangi hefur löggjafinn sett stofnuninni og starfsfólki hennar reglur til þess að meta þörfina í hverju og einu máli. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur stofnunin veitt 111 einstaklingum vernd hér á Íslandi þar sem þeir voru taldir þurfa á vernd að halda. Á sama tíma var 118 einstaklingum synjað um vernd, 99 fengu ákvörðun um endursendingu til annars aðildarríkis Dyflinnarsamstarfsins og 88 var synjað um efnislega meðferð þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd í öðru Evrópuríki. Alls hafa svo 84 einstaklingar dregið umsóknir sínar til baka. Einstaklingar sem sækja um vernd hér á landi eru eins misjafnir og þeir eru margir. Auðvelt er að finna til meiri samúðar með sumum en öðrum og stundum er það þannig að þeir sem vekja minnsta samúð eru þeir sem þurfa mest á verndinni að halda. Mikil áhersla er lögð á það hjá Útlendingastofnun að öll mál séu unnin af hlutleysi svo að skoðanir og tilfinningar starfsmanna eða samfélagsins hafi ekki ósanngjörn áhrif á niðurstöður og þörfin á vernd sé metin á grundvelli staðreynda. Samúð og getan til þess að setja sig í spor annarra eru mikilvægir eiginleikar hvers opinbers starfsmanns en á sama tíma þurfa allar ákvarðanir sem teknar eru að gæta jafnræðis og þjóna þeim tilgangi sem löggjafinn mælir fyrir um. Í tilfelli Útlendingastofnunar er sá tilgangur skýr: að veita vernd þeim sem hana þurfa. Hvorki Útlendingastofnun né nokkur starfsmaður hennar er hafinn yfir gagnrýni en sálir starfsmanna eða vilji þeirra til þess að taka ákvarðanir byggðar á þörf þeirra sem í hlut eiga verða ekki seld – hvorki fyrir gott staffapartí né velþóknun pistlahöfunda.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Sálin seld fyrir góð staffapartí Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? 12. júlí 2019 07:00
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar