Enski boltinn

Það nýjasta af eltingarleik Man. United og Man. City við Bruno

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes vann Þjóðadeildina með portúgalska landsliðinu í sumar.
Bruno Fernandes vann Þjóðadeildina með portúgalska landsliðinu í sumar. Vísir/Getty
Allt lítur út fyrir það að Bruno Fernandes sé á leiðinni í enska boltann eftir að félagið hans í Portúgal fékk nýjan leikmann í hans stöðu. Nú er bara stóra spurningin hvorum megin í Manchester borg hann endar.

Sporting Lissabon hefur gengið frá fjögurra ára samningi við Makedóníumanninn Aleksandar Trajkovski sem kemur til liðsins á frjálsri sölu frá Palermo. Bruno Fernandes kom einmitt á sínum tíma til Sporting frá Ítalíu en Bruno lék með Sampdoria áður hann var keyptur af portúgalska félaginu.

Bæði Manchester United og Manchester City hafa sýnt þessum snjalla Portúgala áhuga og þessar nýju fréttir af leikmannamálum Sporting Lissabon ýta undir líkurnar á því að hann endi í þeirra röðum.





Það lítur þó út að Manchester United sé að koma fyrst í mark í kapphlaupinu. Leikmaðurinn sjálfur vill frekar spila á Old Trafford en Ethiad. Sporting vill hins vegar fá yfir 70 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er engin smáupphæð.

Nicolò Schira, blaðamaður Gazzetta dello Sport á Ítalíu, segir að leikmaðurinn sé að pressa á það að salan fari í gegn.





„Fyrsta val Bruno Fernandes er áfram Manchester United. Hann er að bíða eftir samkomulagi á milli Rauðu djöflanna og Sporting,“ skrifaði Nicolo Schirra.

Bruno Fernandes er 24 ára gamall og átti magnað tímabil með Sporting Lissabon liðinu þar sem hann skoraði 20 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×