Síðasta haustið vekur upp sterkar tilfinningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 09:00 Yrsa segir Síðasta haustið ekki nostalgíska mynd um að allt hafi verið betra áður heldur fjalla um breytingar. Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er stór og þangað koma margir almennir áhorfendur, auk fagfólks í kvikmyndum,“ segir Yrsa Roca Fannberg, nýkomin heim frá Tékklandi þar sem mynd hennar, Síðasta haustið, var heimsfrumsýnd. Í stuttu máli fjallar myndin um síðasta haustið sem hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi á Ströndum smala fé sínu í réttir því þau eru að leggja búskapinn af. Hún var tekin haustið 2016 þegar fjórir bændur af átta hættu búskap í Árneshreppi. Yrsa segir aðstandendur myndarinnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Karlovy Vary. „Það var fullt á öllum sýningum og áhorfendur þurftu margs að spyrja,“ segir hún. „Meðal þess sem vakti forvitni var af hverju myndin væri tekin á filmu en ekki með stafrænni tækni, eins og nú er langalgengast. Ég viðurkenni að það var pínu áskorun að taka hana á filmu, því þá sér maður ekki hvað maður hefur í höndunum og ekkert er hægt að endurtaka. Svo vöknuðu spurningar um landslag í íslenskum kvikmyndum, því það er oft rómantíserað. Við gerðum það ekki, heldur lögðum áherslu á manninn í landslaginu en ekki öfugt. Svo velti fólk fyrir sér af hverju fólkinu fækkaði í Árneshreppi og hvort túrisminn gæti ekki glætt lífið þar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki saga um virkjun eða ekki virkjun. Þarna er bara fylgst með hjónunum í Krossnesi smala fé sínu til slátrunar en ekkert verið að spyrja þau nærgöngulla spurninga. Í raun er þetta saga bænda hvar sem er á afskekktum stöðum. Sýningargestir höfðu líka mikinn áhuga á Úlfari og hvort það hefði verið erfitt fyrir mig að sannfæra hann um að ég fengi að elta hann.“ Síðasta haustið hefur skírskotun í sköpunarsöguna og hringrás lífsins sem kristallast í ljóði eftir Sjón í upphafi myndar og tónlist Gyðu Valtýsdóttur dýpkar, að sögn Yrsu. „Myndin vekur upp sterkar tilfinningar, fólki er ekki sagt hvað það eigi að hugsa heldur upplifir það. Ég veit að það er klisja að segja að hún sé ljóðræn, en hún er það,“ segir hún. Yrsa segir það bíða til hausts að frumsýna myndina hér á landi, það þýði ekkert að hugsa um það um hásumarið. Hún segir margar beiðnir hafa borist um að sýna hana á hátíðum úti í heimi. Veit samt ekki hvað gerist næst. Yrsa er með ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu, á svokölluðum Vegg til 1. september. Þar eru myndir úr Árneshreppi. „Ég fór þangað fyrst 2011 og hef síðan farið þangað á hverju hausti að smala, hélt líka ljósmyndanámskeið í skólanum meðan hann var,“ lýsir hún og kveðst hafa verið hálfgerður heimalningur í sveitinni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er stór og þangað koma margir almennir áhorfendur, auk fagfólks í kvikmyndum,“ segir Yrsa Roca Fannberg, nýkomin heim frá Tékklandi þar sem mynd hennar, Síðasta haustið, var heimsfrumsýnd. Í stuttu máli fjallar myndin um síðasta haustið sem hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi á Ströndum smala fé sínu í réttir því þau eru að leggja búskapinn af. Hún var tekin haustið 2016 þegar fjórir bændur af átta hættu búskap í Árneshreppi. Yrsa segir aðstandendur myndarinnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Karlovy Vary. „Það var fullt á öllum sýningum og áhorfendur þurftu margs að spyrja,“ segir hún. „Meðal þess sem vakti forvitni var af hverju myndin væri tekin á filmu en ekki með stafrænni tækni, eins og nú er langalgengast. Ég viðurkenni að það var pínu áskorun að taka hana á filmu, því þá sér maður ekki hvað maður hefur í höndunum og ekkert er hægt að endurtaka. Svo vöknuðu spurningar um landslag í íslenskum kvikmyndum, því það er oft rómantíserað. Við gerðum það ekki, heldur lögðum áherslu á manninn í landslaginu en ekki öfugt. Svo velti fólk fyrir sér af hverju fólkinu fækkaði í Árneshreppi og hvort túrisminn gæti ekki glætt lífið þar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki saga um virkjun eða ekki virkjun. Þarna er bara fylgst með hjónunum í Krossnesi smala fé sínu til slátrunar en ekkert verið að spyrja þau nærgöngulla spurninga. Í raun er þetta saga bænda hvar sem er á afskekktum stöðum. Sýningargestir höfðu líka mikinn áhuga á Úlfari og hvort það hefði verið erfitt fyrir mig að sannfæra hann um að ég fengi að elta hann.“ Síðasta haustið hefur skírskotun í sköpunarsöguna og hringrás lífsins sem kristallast í ljóði eftir Sjón í upphafi myndar og tónlist Gyðu Valtýsdóttur dýpkar, að sögn Yrsu. „Myndin vekur upp sterkar tilfinningar, fólki er ekki sagt hvað það eigi að hugsa heldur upplifir það. Ég veit að það er klisja að segja að hún sé ljóðræn, en hún er það,“ segir hún. Yrsa segir það bíða til hausts að frumsýna myndina hér á landi, það þýði ekkert að hugsa um það um hásumarið. Hún segir margar beiðnir hafa borist um að sýna hana á hátíðum úti í heimi. Veit samt ekki hvað gerist næst. Yrsa er með ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu, á svokölluðum Vegg til 1. september. Þar eru myndir úr Árneshreppi. „Ég fór þangað fyrst 2011 og hef síðan farið þangað á hverju hausti að smala, hélt líka ljósmyndanámskeið í skólanum meðan hann var,“ lýsir hún og kveðst hafa verið hálfgerður heimalningur í sveitinni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira