Meghan vildi freknur á forsíðu Vogue Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2019 11:06 Hertogaynjan lagði áherslu á áhrifamiklar konur. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims. Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims.
Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira