Enski boltinn

Özil og Kolasinac ekki með er Arsenal tapaði fyrir Lyon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Arsenal tapaði 2-1 fyrir Lyon í Emirates-bikarnum en leikurinn fór fram á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í dag.

Mezut Ösil og Sead Kolasinac voru ekki með Arsenal-liðinu í dag en þeir lentu í hörmulegri lífsreynslu fyrr í vikunni er gert var tilraun til þess að ræna þá.







Pierre -Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 35. mínútu en hann skoraði þá eftir undirbúning Henrikh Mkhitaryan. 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja.

Moussa Dembele jafnaði metin eftir klukkutíma leik eftir undirbúning Memphis Dephay og stundarfjórðungi síðar skoraði Dembele aftur og kom Frökkunum í 2-1.

Nýjustu leikmenn Arsenal, Martinelli og Dani Ceballos, var skipt inn á í síðari hálfleik og fengu þeir tuttugu mínútur til að spreyta sig. Þeim tókst ekki að skora og ekki heldur öðrum leikmönnum Arsenal og lokatölur 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×