Enski boltinn

Lukaku biðlar til Manchester United að lækka verðið á sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku á æfingu með United á undirbúningstímabilinu.
Lukaku á æfingu með United á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, vill komast burt frá félaginu og hefur nú beðið félagið um að lækka verðmiðann á sér að sögn enskra fjölmiðla.

Rauðu djöflarnir hafa sett 80 milljónir punda verðmiða á framherjann en talið er að ítölsku félagin, Inter og Juventus, séu ekki reiðubúin að borga þann pening fyrir framherjann.







Inter er talinn líklegasti áfangastaður Belgans og er talið að hann sjálfur vilji fara þangað en 54 milljóna punda tilboð þeirra var ekki samþykkt af Manchester United.

Á föstudaginn var svo greint frá því að Juventus sé komið í baráttuna um framherjann en þeir eru tilbúnir að borga og bjóða Paulo Dybala í staðinn fyrir Lukaku sem vill burt frá Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×