Fótbolti

Vandamál á bakvið tjöldin ástæða þess að Trippier fór frá Tottenham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kieran Trippier kostaði Atletico Madrid um 22 milljónir punda
Kieran Trippier kostaði Atletico Madrid um 22 milljónir punda vísir/getty
Kieran Trippier segir vandamál á bak við tjöldin hjá Tottenham hafa orðið til þess að hann yfirgaf félagið.

Enski bakvörðurinn fór til Atletico Madrid fyrr í sumar á þriggja ára samningi. Hann var lykilmaður í enska landsliðinu á HM síðasta sumar en náði sér ekki almennilega á strik með Tottenham í vetur.

„Það gerðust hlutir á bak við tjöldin hjá Tottenham, sem ég vil ekkert fara nánar út í, sem ég þurfti að komast í burtu frá,“ sagði Trippier við Sky Sports.

Trippier kom við sögu í 7-3 stórsigri Atletico á Real Madrid í Bandaríkjunum í nótt.

„Það hefur verið auðveldara en ég bjóst við að aðlagast. Strákarnir hafa tekið mér ótrúlega vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×