Maðurinn flækti fótinn í girðingunni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að tildrög slyssins séu til rannsóknar. Ekki hefur verið rætt við ökumanninn en Oddur segir að það verði gert þegar hann hafi heilsu til. Áverkar hans séu alvarlegir og telur Oddur að hann hafi gengist undir aðgerð á Landspítalanum í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.