Rannsóknarlögreglan á Suðurnesjum rannsakar ekki hvarf Mateusz Tynski sem sást síðast í febrúar.
Þetta staðfestir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar. Eina athugunin sem virðist hafa farið fram er að Mateusz hafi farið úr landi.
Lögreglan hefur því ekki rannsakað hvort Mateusz hafi sagt upp í vinnu sinni, selt bifreið sína eða skilið eftir aðrar eigur sínar þegar hann fór af landi brott.
Eins og fram kom í samtali við bróður Mateusz var hann í stöðugu sambandi við fjölskyldu sína þau fjögur ár sem hann var hér á landi.
