Enski boltinn

Guardiola: Sorglegt ef Sane fer

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leroy Sane
Leroy Sane vísir/getty
Pep Guardiola segir að það væri sorglegt ef Leroy Sane ákveði að yfirgefa Manchester City í félagsskiptaglugganum.

Sane hefur verið orðaður við Bayern München en hann var í fullu fjöri með Manchester City í æfingaleik gegn Kitchee í Hong Kong í gær. City vann leikinn 6-1 og skoraði Sane tvö mörk.

„Hann átti góðan leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Hann er leikmaður sem ég er með mikið álit á og við viljum að hann verði áfram,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Hann er með samningstilboð um að framlengja samninginn. Ef hann vill taka því þá er það mjög gott, en ef hann vill fara þá getur hann gert það, en við yrðum sorgmædd yfir því.“

Manchester City hefur tímabilið á leiknum um Samfélagsskjöldinn við Liverpool sunnudaginn 4. ágúst. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×