Phelps missti heimsmetið sem hann var búinn að eiga í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 09:30 Kristof Milak fagnar heimsmeti sínu. Getty/Clive Rose Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst. Sund Ungverjaland Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Afrek ungverska táningsins Kristof Milak á HM í sundi hefur vakið mikla athygli í sundheiminum. Hann rústaði heimsmeti sem flestir héldu að væri ekki í hættu. Michael Phelps var algjör yfirburðamaður í 200 metra flugsundi á sínum tíma og það tók vissulega sinn tíma að ná honum í hans bestu grein en í gær gerðustu þau stórtíðindi á HM í sundi í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Hinn nítján ára gamli Kristof Milak bætti þá heimsmet Michael Phelps í 200 metra flugsundi en hann gerði gott betur því ungverski táningurinn stórbætti það.Michael Phelps owned the world record in the 200-meter butterfly for 18 straight years. And now, thanks to 19-year-old Hungarian swimmer Kristof Milak, it's been broken. Shattered, actually. https://t.co/VvHS5x9vUw — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 24, 2019Kristof Milak kom í mark á 1:50.73 mín. og synti því 78 hundraðshlutum hraðar en Michael Phelps þegar Phelps bætti heimsmetið í síðasta sinn árið 2009. Gamla met Phelps var 1:51.51 mín. Michael Phelps setti fyrst heimsmet í þessari grein þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall. Það var árið 2001 og átti Phelps því heimsmetið í 200 metra flugsundi í átján ár. Þegar Phelps sló metið fyrst þá var Kristof Milak aðeins eins árs. Phelps átti síðan eftir að bæta heimsmetið sitt í 200 metra flugsundi sjö sinnum frá 2001 til 2009.Kristof Milak became the first man not named Michael Phelps to own the 200-meter butterfly record since 2001. https://t.co/nCfTFcDrWU by @bykaren — NYT Sports (@NYTSports) July 24, 2019Michael Phelps varð enn fremur fjórum sinnum heimsmeistari í 200 metra flugsundi og vann einnig fjögur Ólympíugull í þessari grein eða á ÓL 2004 í Aþenu, ÓL í Beijing 2008, ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Phelps er talinn vera besti sundmaður allra tíma. Hann á enn þá heimsmetið í 100 metra flugsundi (2009) og 400 metra fjórsundi (2008) en flestir bjuggust þó við að heimsmet hans í 200 metra flugsundi myndi lifa lengst.
Sund Ungverjaland Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira