Lögn undir dal á 410 milljónir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2019 07:00 Hitaveitustokkur var fyrst lagður yfir Elliðaárdal í framkvæmdum á árunum 1939 til 1943. Fréttablaðið/Valli Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Sjá meira
Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Sjá meira