Fótbolti

Ólafur Jóh: Lengja þarf Íslandsmótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni á Origo-vellinum þegar Valur mætti Maribor í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Ólafur á hliðarlínunni á Origo-vellinum þegar Valur mætti Maribor í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára
Íslensku liðin hafa ekki átt góðu gengi að fagna í forkeppnum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar í sumar.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir að lengja þurfi tímabilið svo íslensku liðin verði samkeppnishæfari í Evrópukeppnum.

„Menn verða að líta á liðin. Líttu á Maribor og líttu á okkur, fjármagnið, lengd tímabilsins og annað. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Það eru ákveðnir hlutir sem þurfa að breytast. Fyrst og fremst að lengja Íslandsmótið,“ bætti Ólafur við.

Valur tekur á móti Búlgaríumeisturum Ludogorets annað kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Verkefnið er ærið en Ludogorets hefur komið í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar á síðustu árum.

„Einhverjir vilja meina að þeir séu betri en Maribor sem við spiluðum við í síðustu viku. Þetta er geggjað lið og geggjað tækifæri fyrir okkur,“ sagði Ólafur.

„Í fótbolta er alltaf möguleiki. Markmiðið verður að halda hreinu á morgun og eiga raunhæfa möguleika á að gera eitthvað á móti þeim úti.“

Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Lengja þarf Íslandsmótið
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×