Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2019 12:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögurnar má sjá á samráðsgátt stjórnvalda en þar er meðal annars lagt til að veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni og aðgerðir sem er ætla að stuðla að framboði á lánsfé á sambærilegum kröfum óháð staðsetningu. Þá er einnig lagt til að auka framboð á leiguíbúðum á landsbyggðinni en tillögurnar má sjá hér. Í tilkynningu vegna þessa áforma félagsmálaráðherra segir að stöðnun sé algengt vandamál í þessum sveitarfélögum og víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira var byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, heldur en síðustu ár. Sérfræðingar Íbúðalánasjóðs sjá merki um markaðsbrest á mörgum svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum koma oft á tíðum að lokuðum dyrum á lánamarkaðnum. Dýr og erfið fjármögnun, skortur á byggingaraðilum og misvægi milli húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar hefur valdið því að lítið eða ekkert er byggt. Tillögur þær sem félags- og barnamálaráðherra kynnir í dag í samráðsgáttinni byggja meðal annars á tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum og er ætlað að bregðast við áskorunum landsbyggðarinnar. Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglugerð nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun á landsbyggðinni. Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum. Þá vill hann bregðast við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar. Tillögurnar taka mið af ólíkum áskorunum sveitarfélaga víðs vegar um land. „Niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni sýna að það ríkir markaðsbrestur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Enginn er að svara eftirspurninni þrátt fyrir að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá íbúum í þessum sveitarfélögum. Ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Ef við lítum til baka þá sést að hrunið hafði meiri eftirköst í för með sér fyrir húsnæðismarkaðinn úti á landi heldur en á suðvestur-horninu. Nýbyggingar hafa verið sjaldséðar utan stærstu atvinnusvæða en fólk sem býr utan þessara svæða þarf líka nýtt húsnæði. Það er uppgangur í nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni og oft er skortur á húsnæði helsta vandamál fólks sem ræður sig í þau störf,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögurnar má sjá á samráðsgátt stjórnvalda en þar er meðal annars lagt til að veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni og aðgerðir sem er ætla að stuðla að framboði á lánsfé á sambærilegum kröfum óháð staðsetningu. Þá er einnig lagt til að auka framboð á leiguíbúðum á landsbyggðinni en tillögurnar má sjá hér. Í tilkynningu vegna þessa áforma félagsmálaráðherra segir að stöðnun sé algengt vandamál í þessum sveitarfélögum og víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira var byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, heldur en síðustu ár. Sérfræðingar Íbúðalánasjóðs sjá merki um markaðsbrest á mörgum svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum koma oft á tíðum að lokuðum dyrum á lánamarkaðnum. Dýr og erfið fjármögnun, skortur á byggingaraðilum og misvægi milli húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar hefur valdið því að lítið eða ekkert er byggt. Tillögur þær sem félags- og barnamálaráðherra kynnir í dag í samráðsgáttinni byggja meðal annars á tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum og er ætlað að bregðast við áskorunum landsbyggðarinnar. Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglugerð nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun á landsbyggðinni. Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum. Þá vill hann bregðast við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar. Tillögurnar taka mið af ólíkum áskorunum sveitarfélaga víðs vegar um land. „Niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni sýna að það ríkir markaðsbrestur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Enginn er að svara eftirspurninni þrátt fyrir að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá íbúum í þessum sveitarfélögum. Ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Ef við lítum til baka þá sést að hrunið hafði meiri eftirköst í för með sér fyrir húsnæðismarkaðinn úti á landi heldur en á suðvestur-horninu. Nýbyggingar hafa verið sjaldséðar utan stærstu atvinnusvæða en fólk sem býr utan þessara svæða þarf líka nýtt húsnæði. Það er uppgangur í nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni og oft er skortur á húsnæði helsta vandamál fólks sem ræður sig í þau störf,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira