Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 17:30 Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo. Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo.
Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22