Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 12:57 Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunnar. vísir/gva Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30