Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 09:27 Allt er í sóma í Brasilíu að mati Bolsonaro, sama hvað vísindastofnanir eða Sameinuðu þjóðirnar segja. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16