Forstjóri Alcoa Fjarðaáls lætur af störfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2019 13:28 Magnús Þór Ásmundsson Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa mun Magnús hætta störfum þann 1. ágúst næstkomandi, á fimmtudag. Nánari skýringar á þvi hvers vegna hann segir skilið við starfið fást hins vegar ekki. Starfslokin séu að hans frumkvæði. Í tilkynningu frá Alcoa er þess geti að Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, taki tímabundið við starfi forstjóra Fjarðaáls þangað til nýr forstjóri verður ráðinn. Þá verði Magnús Þór nýjum stjórnendum jafnframt innan handar næstu misseri.Sjá einnig: Of slæmur í hnjánum fyrir AnfieldHaft er eftir Magnús í tilkynningunni að honum hafi þótt tíminn hjá Alcoa gefandi. „Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, öryggis- og jafnréttismálum,“ segir Magnús Þór. Kai-Rune Heggland, yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Ástralíu, þakkar Magnúsi í sömu tilkynningu fyrir vel unnin störf. „Magnús Þór hefur starfað fyrir Alcoa í tíu ár og verið einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðaáls frá upphafsárum þess og við þökkum Magnúsi fyrir hans góða framlag til fyrirtækisins,“ segir Heggland. Magnús Þór er rafmagnsverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet. Fjarðabyggð Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield Magnús Þór Ásmundsson hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Hann lærði rafmagnsverkfræði við DTU og vann hjá Marel í 19 ár. Magnús stefnir að því að gera álverið í Reyðarfirði að hagkvæmasta álveri í heimi. 10. nóvember 2014 10:05 Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa mun Magnús hætta störfum þann 1. ágúst næstkomandi, á fimmtudag. Nánari skýringar á þvi hvers vegna hann segir skilið við starfið fást hins vegar ekki. Starfslokin séu að hans frumkvæði. Í tilkynningu frá Alcoa er þess geti að Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, taki tímabundið við starfi forstjóra Fjarðaáls þangað til nýr forstjóri verður ráðinn. Þá verði Magnús Þór nýjum stjórnendum jafnframt innan handar næstu misseri.Sjá einnig: Of slæmur í hnjánum fyrir AnfieldHaft er eftir Magnús í tilkynningunni að honum hafi þótt tíminn hjá Alcoa gefandi. „Ég er þakklátur því góða starfsfólki sem ég hef unnið með og er stoltur af árangri okkar hjá Fjarðaáli í umhverfis-, öryggis- og jafnréttismálum,“ segir Magnús Þór. Kai-Rune Heggland, yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Ástralíu, þakkar Magnúsi í sömu tilkynningu fyrir vel unnin störf. „Magnús Þór hefur starfað fyrir Alcoa í tíu ár og verið einn af lykilmönnum í uppbyggingu Fjarðaáls frá upphafsárum þess og við þökkum Magnúsi fyrir hans góða framlag til fyrirtækisins,“ segir Heggland. Magnús Þór er rafmagnsverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet.
Fjarðabyggð Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Svipmynd Markaðarins: Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield Magnús Þór Ásmundsson hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Hann lærði rafmagnsverkfræði við DTU og vann hjá Marel í 19 ár. Magnús stefnir að því að gera álverið í Reyðarfirði að hagkvæmasta álveri í heimi. 10. nóvember 2014 10:05 Mest lesið Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Sjá meira
Svipmynd Markaðarins: Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield Magnús Þór Ásmundsson hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls. Hann lærði rafmagnsverkfræði við DTU og vann hjá Marel í 19 ár. Magnús stefnir að því að gera álverið í Reyðarfirði að hagkvæmasta álveri í heimi. 10. nóvember 2014 10:05