Tónlist

Katy Perry stal kristilegu rapplagi

Sylvía Hall skrifar
Katy Perry sagðist aldrei hafa heyrt lagið sem hún átti að hafa stolið.
Katy Perry sagðist aldrei hafa heyrt lagið sem hún átti að hafa stolið. Vísir/Getty
Kviðdómur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagið Dark Horse, sem söngkonan Katy Perry gaf út með rapparanum Juicy J, sé stolið. Er undirspilið sagt vera komið úr kristilegu rapplagi með rapparanum Marcus Grey, sem notast við listamannsnafnið Flame.

Grey sjálfur höfðaði málið og sagði taktinn vera þann sama í laginu Dark Horse og í lagi sínu Joyful Noise. Lag rapparans kom út árið 2009, fimm árum áður en Katy Perry og Juicy J gáfu út Dark Horse.

Bæði Perry og framleiðandi lagsins, Dr. Luke, höfnuðu því að lagið væri stolið og sögðust aldrei hafa heyrt lag rapparans. Þá bauðst Perry til þess að flytja lagið í réttarsalnum til þess að sanna að lögin væru í raun mjög ólík og kölluðu þau til sérfræðing í vitnaleiðslum sem sagði lögin ekki nægilega lík.

Rapparinn bar fyrir sig vinsældir lagsins á jaðarmarkaði og sagði bæði söngkonuna og Dr. Luke mögulega hafa heyrt lagið á Grammy-verðlaunahátíðinni eða séð það á YouTube eða MySpace þar sem lagið var spilað yfir milljón sinnum.

Næstu skref í málinu verður að ákveða skaðabætur rapparans vegna lagastuldsins. 

Joyful Noise

Dark Horse






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.